EN

13. mars 2024

Glæsilegir tónleikar í Borgarnesi og Stykkishólmi í síðustu viku

Sinfóníuhljómsveit Íslands heimsótti Borgarnes og Stykkishólm í síðustu viku og hélt alls þrenna vel heppnaða tónleika.

Hátt í 400 gestir sóttu tónleika hljómsveitarinnar í íþróttahúsinu Stykkishólmi þar sem Eva Ollikainen stjórnaði og Steiney Sigurðardóttir sellóleikari var í einleikshlutverkinu. Yfir 100 kórsöngvarar úr sjö kórum af Snæfellsnesi tóku þátt í tónleikunum og fluttu þrjú íslensk lög ásamt hljómsveitinni.


Auk kvöldtónleikanna flutti hljómsveitin tónlistarævintýrið um Maxímús Músíkús á skólatónleikum í Borgarnesi og Stykkishólmi ásamt Val Frey Einarssyni leikara og Ross Jamie Collins staðarhljómsveitarstjóra. Við þökkum fyrir frábærar móttökur.