EN

Hrafn Marinó Thorarensen

Fagottleikari

Hrafn Marinó Thorarensen var aðeins fjögurra ára gamall þegar hann ákvað að hann vildi verða fagottleikari. Sex ára gamall hóf hann þverflautunám meðan hann beið eftir að verða nógu stór til að geta byrjað að læra á draumahljóðfærið. Loks níu ára gamall byrjaði hann að læra á fagott hjá Hafsteini Guðmundssyni í Tónmenntaskóla Reykjavíkur og var nemandi hans þar til hann útskrifaðist frá MÍT árið 2020. Nú er hann að læra í Konunglegu dönsku tónlistarakademíunni hjá Audun Halvorsen og Sebastian Stevenson. Hrafn lék í Ungsveit sinfóníuhljómsveitar Íslands á árunum 2013-2019 og hefur líka tekið þátt í Orkester Norden, Kaalvia Musikileiri í Finnlandi og Toppenkurset í Noregi. Einnig hefur hann verið hluti af Kammerhljómsveitinni Elju síðan hún var stofnuð árið 2017 og hefur síðan 2022 spilað reglulega sem aukamaður í Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Texti // Hrafn Marinó Thorarensen