EN

Ólína Ákadóttir

Píanóleikari

Ólína Ákadóttir (f. 2002) hóf píanónám fjögurra ára gömul í Tónskóla Sigursveins undir leiðsögn Þórunnar Huldu Guðmundsdóttur. Ólína lauk burtfararprófi frá Menntaskóla í tónlist árið 2021 þar sem hún lærði hjá Svönu Víkingsdóttur. Sama ár hóf hún bakkalárnám við Tónlistarháskólann í Osló hjá Christopher Park en hefur frá sl. hausti stundað skiptinám við Tónlistarháskólann í Tbilisi í Georgíu undir handleiðslu Manana Gotsiridze.

Sumarið 2023 kom Ólína fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, spilaði á sumartónleikaröð Listasafns Sigurjóns Ólafssonar og á tónlistarhátíðinni Seiglu í Hörpu. Ólína hefur fengið ýmsa styrki til tónleikahalds, þ. á m. frá Tónlistarsjóði, Rannís, Reykjavíkurborg og Listhópum Hins hússins. Ólína hefur hlotið verðlaun í Chopinkeppni pólska sendiráðsins á Íslandi og í píanókeppni EPTA.

Texti // Ólína Ákadóttir