EN

Ólafur Björn Ólafsson: Flökkusinfónía

Ólafur Björn Ólafsson nam píanóleik, slagverksleik og raftónlist í Reykjavík. Hann lauk B.A. gráðu í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands og stundaði einnig nám í tónsmíðum við Universität der Künste í Berlín og raftónlist við Konunglega Konservatoríið í Den Haag. Ólafur hefur gefið út hljómplötur undir eigin nafni og samið tónlist fyrir skjámiðla, leikhús og listasýningar. Hann hefur unnið með fjölmörgum hljómsveitum og tónlistarmönnum sem slagverksleikari, hljómborðsleikari eða tónhöfundur. Má þar nefna Sigur Rós, Jóhann Jóhannsson, Jónsa, Caput, Dúó Harpverk, Jo Berger Myhre, Skúla Sverrisson, Emilíönu Torrini og Hildi Guðnadóttur. Ólafur hefur leikið á trommur og slagverk með Sigur Rós á tónleikaferðum þeirra frá ársbyrjun 2022.