EN

Una Sveinbjarnardóttir: Flökkusinfónía

Una Sveinbjarnardóttir er konsertmeistari Kammersveitar Reykjavíkur og starfar sem þriðji konsertmeistari hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hún hefur samið tónlist meðfram fiðluleik hálfan sinn feril, leikhús- bíó- og kammertónlist, og leikur reglulega með Strokkvartettinum Sigga, Siggi String Quartet en kvartettinn hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2019. Hún hefur unnið með Björk, (Homogenic, Vulnicura, Fossora), Jóhanni Jóhannssyni, Ensemble Modern og fjölda tónlistarfólks og tónskálda sem fiðluleikari, tónsmiður eða framleiðandi. Plötur hennar eru Fyrramál, Umleikis og nú síðast Last Song með píanóleikaranum Tinnu Þorsteinsdóttur. Á Myrkum músíkdögum í ár verður einnig frumflutt nýtt píanótríó Unu af Fidelio Trio frá London