EN

Tónleikar í Stykkishólmi

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
7. mar. 2024 » 19:30 » Fimmtudagur Íþróttahúsið í Stykkishólmi
  • Efnisskrá

    Wolfgang Amadeus Mozart Brúðkaup Fígarós, forleikur
    Atli Heimir Sveinsson Kvæðið um fuglana úts. Hrafnkell Orri Egilsson
    Sigvaldi Kaldalóns Ave María úts. Hrafnkell Orri Egilsson
    Valentina Kay Sofðu vært Ellen
    Joseph Haydn Konsert fyrir selló og hljómsveit nr. 1 í C-dúr
    Ludwig van Beethoven Sinfónía nr 7 í A-dúr

  • Hljómsveitarstjóri

    Eva Ollikainen

  • Einleikari

    Steiney Sigurðardóttir

  • Sameinaðir kórar á Snæfellsnesi

    Karlakórinn Heiðbjört
    Karlakórinn Kári
    Kirkjukór Grundarfjarðarkirkju
    Kirkjukór Ólafsvíkur
    Kór Ingjaldshólskirkju
    Kór Stykkishólmskirkju
    Kvennasveitin Skaði

Dagskrá tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Stykkishólmi skartar þremur verkum eftir höfuðtónskáld klassíska tímans en auk þess hljóma þrjú hugljúf íslensk lög í flutningi hljómsveitarinnar og sameinaðra kóra á Snæfellsnesi. Tónleikarnir hefjast með fjörugum forleik Mozarts að óperunni Brúðkaup Fígarós og þá stígur kórinn á svið og syngur með hljómsveitinni. Síðan hljómar hinn ljúfi og glaðlegi C-dúr sellókonsert Josephs Haydn þar sem Steiney Sigurðardóttir sólósellóleikari fer með einleikshlutverkið. 

Eftir hlé leikur hljómsveitin 7. sinfóníu Beethovens sem er full af fegurð, lífsgleði og krafti. Stjórnandi tónleikanna er aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Eva Ollikainen.

Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.

Tónleikarnir eru um 2 tímar með hléi. Kvenfélagið Hringurinn selur veitingar í hléi.

Sækja tónleikaskrá